Starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofu

Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Um er að ræða 100% starf við afgreiðslu, símsvörun, mótttöku og  skráningu reikninga, verkefni tengd bókhaldi og heimasíðu.
Önnur verkefni tengd skrifstofustörfum sem yfirmaður felur.
Hæfniskröfur:
Almenn haldgóð menntun.
Góð þekking á skrifstofustörfum og tölvuvinnslu áskilin.
Frumkvæði, metnaður og ábyrgð í starfi.
Við leggjum áherslu á sveigjanleika, færni í mannlegum samskiptum ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum.
Ath. Vinnustaður er reyklaus.

Starfið er laust nú þegar og því æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið gefur Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri í síma 440 6200 eða í netfangi anna@vogar.is
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Umsókn ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2, 190 Vogar eða á neftangið skrifstofa@vogar.is
Umsóknarfrestur er til 19. okt.n.k.