SOS! Hjálp fyrir foreldra

Í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands mun Sveitarfélagið Vogar bjóða foreldum barna 2 til 12 ára í Stóru-Vogaskóla upp á námskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 4. mars n.k. Kennt verður í Stóru-Vogaskóla, einu sinni í viku, í 6 vikur, kl. 20 til 22:30. Leiðbeinandi er Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur.

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til efla æskilega hegðun og draga úr óæskilegri hegðun. Markmiðið með námskeiðinu er að kenna foreldrum og öðrum sem vinna með börnum, að hjálpa börnum að bæta hegðun sína og stuðla að tilfinningalegri og félagslegri aðlögun.

Nokkur atriði sem fjallað er um:
• Hvers vegna börn eru þæg eða óþæg
• Hvernig skýr skilaboð efla foreldrahlutverkið
• Leiðir til auka góða hegðun
• Hlé (time-out)
• Helstu aðferðir til að stöðva slæma hegðun
• Notkun límmiða, punkta, broskarla og samninga
• Meðhöndlun á ýgi og árásarhegðun
• Virk hlustun og hvernig má hjálpa barninu að sýna tilfinningar

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og skráð verður eftir þeirri röð sem skráningar berast.
 
Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Fríðu í hoa@hi.is eða í síma 525 4545. 

Upplýsingar um SOS námskeiðin má einnig finna á heimasíðu Félagsvísindastofnunar: www.felagsvisindastofnun.is