Snjómokstur

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir samstarfi við verktaka um snjómokstur og hálkueyðingu í Vogum.

Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af vegum, vegköntum þar sem við á og gatnamótum, svo og hálkuvörn á vegyfirborði. Almennt skal hálkuvörn og snjómokstri vera lokið fyrir kl: 07.00 á morgnana og eftir atvikum á öðrum tímum að mati verkstjóra umhverfisdeildar.

Í venjulegu árferði dugar einn vörubíll eða grafa með tönn og saltkassa til verksins.

Nánari verklýsing fæst á bæjarskrifstofum og hér

Snjómokstur- Verklýsing

Götukort af bænum

Bæjarstjóri