Tímabundin skerðing þjónustu bæjarskrifstofu

Þjónusta bæjarskrifstofunnar er takmörkum háð um þessar mundir, vegna veirufaraldursins sem nú geisar í samfélaginu.

Af þessum sökum er aðgengi að bæjarskrifstofunum takmarkað. Þeir sem þurfa á þjónustu að halda er bent á rafrænar lausnir á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is, undir íbúagátt. Símaþjónusta skrifstofunnar er með óbreyttu sniði.

Þeir sem þurfa að sinna erindum á skrifstofunni með heimsókn er bent á að hafa samband í síma 440 6200 eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is til að bóka tíma með viðkomandi starfsmanni. Gætt verður ítrustu varkárni í þeim tilvikum sem heimsókn þarf að eiga sér stað á bæjarskrifstofunni, með hagsmuni og öryggi íbúa og starfsfólks skrifstofunnar að leiðarljósi.

Ákvörðun þessi gildir að óbreyttu til 30. apríl 2020, en verður þá endurskoðuð m.t.t. afléttingu / tilslakana á samkomubanni stjórnvalda.

Beðist er velvirðingar á þessari röskun þjónustunnar. Við hvetjum íbúa sveitafélagsins til að gæta varúðar og fylgja leiðbeiningum Almannavarna um sóttvarnir.

 

Við hvetjum fólk til að senda okkur tölvupóst eða hringja til að komast í samband við okkur.
Netfangalisti starfsfólks er að finna hér:
https://www.vogar.is/is/stjornsysla/stjornsysla/starfsfolk