Skráning á Hacking Reykjanes

Lausnamót er nýsköpunarviðburður þar sem áhugasamir aðilar koma saman, deila reynslu og þekkingu og skapa lausnir við vandamálum eða áskornunum. Viðburðurinn sem vanalega tekur frá 24-48 klst er frábær leið til að efla sig í að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og að vinna gagngert að gera verkefni að veruleika.

Markmið Hacking Hekla er að draga fram í sviðsljósið það öfluga frumkvöðlastarf sem á sér stað á landsbyggðinni og tengja saman frumkvöðlasenurnar í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Sömuleiðis á verkefnið að virkja skapandi hugsun og nýsköpun og eiga þátt í því að efla svæðin með stuðningi við atvinnu- og verkefnasköpun.

 
Skráning í Hacking Reykjanes er í fullum gangi!
Gefðu sköpunarkraftinum lausan tauminn og skráðu þig á www.hackinghekla.is. 	</div>
		<div class= Til baka