Skráðir hundar í Sveitarfélaginu Vogum

Í Sveitarfélaginu Vogum gildir samþykkt um hundahald. Hundahald er bannað, þó er hægt að veita undanþágu með ákveðnum skilyrðum. Skylt er að skrá hund hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja innan mánaðar frá því hann kemur á heimili. Misbrestur er á að hundar séu skráðir. Eigendur hunda eru hvattir til að skrá hunda sína til að forðast vandræði sem leiða af því að haga málum í ósamræmi við samþykktir. Í september verður birt á vef sveitarfélagsins listi yfir skráða hunda. Listinn verður uppfærður reglulega. Íbúar geta þá fylgst með hvaða hundar eru skráðir. Rétt er að minna á að um þarfahunda á lögbýlum gilda aðrar reglur.

Skorað er á eigendur hunda að skrá hunda sem fyrst svo listi sá sem birtur verður í september verði sem réttastur. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja er að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ, netfang hes@hes.is, sími 420 3288.            

 Einnig er hægt að skrá hunda á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins: http://hes.is/Heilbrigdiseftirlit_Sudurnesja/Umsokn_vegna_dyrahalds.html




Ef hundur dvelst tímabundið í sveitarfélaginu þarf að skrá hann til bráðabirgða en slík skráning gildir til 6 mánaða í senn.