Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir öflugu stjórnunarteymi til að stýra vaxandi skóla í fámennu og vinalegu samfélagi í nágrenni höfuðborgarinnar.

Lausar eru stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Stóru- Vogaskóla í Vogum. Staða aðstoðarskólastjóra er til afleysinga í eitt ár.

Stóru- Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum.
Einkunnarorð skólans eru virðing- vinátta- velgengni.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar.

Meginhlutverk skólastjórnenda er að:
Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
Vera faglegir leiðtogar skólans 
Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi við bæjarstjórn

Menntunar- og hæfniskröfur fyrir skólastjóra:
Kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis-eða kennslufræði
Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun
Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum
Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. 
Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
Lipurð í mannlegum samskiptum

Menntunar- og hæfniskröfur fyrir aðstoðarskólastjóra
Kennaramenntun
Framhaldsmenntun er kostur
Stjórnunarhæfileikar
Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum
Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. 
Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
Lipurð í mannlegum samskiptum

Sveitarfélagið Vogar er ört vaxandi sveitarfélag með um 1.200 íbúa í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í sveitarfélaginu er lögð áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heilsueflingu í skóla og leikskóla.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og K.Í.

Nánari upplýsingar veita
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í síma 424-6660 og robert@vogar.is
Sveinn Alfreðsson, skólastjóri í síma 424-6655 og sveinn@vogar.is

Umsóknir skulu berast skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum í síðasta lagi 25. mars næstkomandi. Áskilinn er réttur til að framlengja umsóknarfrestinn.
Netfang skrifstofa@vogar.is

Bæjarstjóri