Miðvikudaginn 18. mars verður framhaldið vinnu við skólastefnu sveitarfélagsins.
Opinn fundur um hlut heimila í skólastefnunni verður haldinn í Álfagerði kl. 17.00-19.00
Meðal efnis verður kynning á stöðunni og hugarflug. Svandís Ingimundardóttir skóla- og þróunarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga verður gestur fundarins.
Hvatt er til þess að sem flestir mæti og komi með hugmyndir við mörkun stefnunnar.