Í Stóru- Vogaskóla er nú starfræktur kór og sú hefð skapast að nemendur í 1.- 7. bekk koma á sal á föstudögum til samverustundar. Í samverustund er meðal annars sungið og spilað. Skólinn okkar á engan sérstakan skólasöng svo vitað sé. Mig langar til að óska eftir skólasöng sem getur kryddað skólastarfið okkar. Söngur sem er grípandi og göfgandi. Ef einhver vill gefa skólanum skólasöng værum við ákaflega þakklát.
Virðing- Vinátta- Velgengni
Sveinn Alfreðsson skólastjóri
sveinn@vogar.is