Í tilefni umhverfisviku sveitarfélagsins verður Skógræktarfélagið Skógfell með fræðsluerindi í Álfagerði miðvikudaginn 25. maí kl. 20:00.
Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur heldur erindi, fræðir okkur um skóg og trjárækt í þéttbýli. Einnig verður hann með fróðleik um nytjar úr víðigreinum sem hann fjallaði um nýlega í samstarfi við Listaháskólann.
Heitt á könnunni og létt spjall í lokin um hvað eina sem ræktunarfólk hefur áhuga á.
Minnum á vinnukvöld félagsins á Háabjalla í sumar, nánar auglýst á fésbókarsíðu Skógfells og vogar.is
Sumarkveðja, stjórn Skógfells