Skóflustunga

Skóflustunga var tekin að stækkun Stóru-Vogaskóla í gær, 10. nóv. Voru það nemendur í 1. bekk skólans sem hófu moksturinn. Að loknum skóflustungum var viðstöddum boðið inn í skólann þar sem á boðstólum var terta og drykkir. Í máli Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra kom fram að fasteignafélagið Fasteign á nú orðið skólahúsnæðið og byggir nýja viðbyggingu og sveitarfélagið leigir síðan húsnæðið af félaginu.

Stækkun viðbyggingarinnar nemur um 1290 fm og breytir aðstöðu nemenda og starfsfólks gríðarlega. Með tilkomu hennar bætast við 7 nýjar kennslustofur. Um 300 fm salur verður í viðbyggingunni sem breytir allri aðstöðu til skemmtanhalds s.s. árshátíðar nemenda og að auki skapast aðstæður til að leigja salinn út til annarra mannfagnaða. Kemur hann til með að leysa af hólmi samkomuhúsið Glaðheima að mestu. Við athöfnina var undirritaður verksamningur við verktaka viðbyggingarinnar, KS verktaka sem voru lægstbjóðendur í verkið. Munu framkvæmdir hefjast í dag (11. nóv.) og á þeim að vera lokið 5. ágúst 2005