Skipulagsauglýsing - Iðndalur

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi,
Vogar – Iðndalur, Sveitarfélaginu Vogum.

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 28. mars, 2012 samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Vogar – Iðndalur, Sveitarfélaginu Vogum.

Breytingin afmarkast af reit sem tekur til allra lóða við Iðndal og einnar lóðar við Stapaveg, norðan Iðndals. Breyting er gerð á grein 3.0 Almennt í sérákvæðum skipulags og byggingarskilmála. Nýtingarhlutfalli er breytt úr 0,3 í 0,4.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 13.03.2012 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 2. apríl nk. til og með mánudagsins 14. maí 2012. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, http://vogar.is/Skipulag/Deiliskipulag_i_kynningu/

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 14. maí 2012. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

 Deiliskipulagsbreyting Vogar-Iðndalur


Vogum, 29. mars  2012.
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri