Bæjarráð beinir þeim tilmælum til eigenda lóða í frístundabyggðinni við Breiðagerðisvík að gert verði deiliskipulag hið fyrsta svo hægt verði að veita leyfi til frekari uppbyggingar á svæðinu. Í gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið er skilyrði um að deiliskipulag verði unnið fyrir það og að það öðlist gildi áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar.