Skemmtilegur leikur á Vogabæjarvelli í dag kl. 18

Á morgun "föstudag" fer fram skemmtilegur leikur á Vogabæjarvelli kl. 18
Meistaraflokkur Þróttar tók þátt í utandeildinni og 3. deildinni árin 1996 til 2002. Margir skemmtilegir leikir fóru fram á þessum árum og ber helst að nefna bikarævintýrið á móti KR og Val.
Stór hluti þessara stráka sem voru að spila með liðinu á þessum árum ætla hittast og mæta sprækum ungum Vogabúum.
Stjáni Kristmanns verður sem fyrr með fyrirliðabandið. Maríusz, Jón Þór, Jón Ingi og fleiri góðir hafa boðað komu sína í leikinn.
Sjáumst hress á Vogabæjarvelli föstudagskvöldið 12. ágúst kl. 17:50.
Spilað verður uppá bikarinn Voga Cup 2016.
Sjáumst hress á morgun og tökum þátt í þessum frábæra viðburði !