Skáknámskeið fyrir grunnskólabörn í Álfagerði

Skák og mát

Næstu þrjá þriðjudaga í júní og tvo þriðjudaga í ágúst mun Birkir Karl Sigurðsson vera með skáknámskeið fyrir alla krakka á grunnskólaaldri í Álfagerði.

Námskeiðið kostar ekkert fyrir krakkana og verður á eftirtöldum tímum.

16. júní kl. 13:00 – 15:00
23. júní kl. 13:00 – 15:00
30. júní kl. 13:00 – 15:00
11. ágúst kl. 13:00 – 15:00
18. ágúst kl. 13:00 – 15:00

Birkir Karl er tvítugur menntaskólanemi og hefur haft mikinn áhuga á skák frá 7 ára aldri. Hann hefur ma. orðið heimsmeistari unglinga í skólaskák og nokkrum sinnum Íslandsmeistari. Birkir Karl nældi sér í skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE á þessu ári.

Hlökkum til að sjá sem flesta!