Síðustu forvöð að skrá sig á gítarnámskeið

Fyrir byrjendur í 3.-6.bekk
og
Fyrir lengra komna í 7.-10.bekk
mánudaga og fimmtudaga

Langar þig að læra að spila á gítar?
Nú er tækifærið.

Námskeið fyrir byrjendur:
Á námskeiðinu verða kenndir algengustu hljómar á gítar, hvernig á að stilla hljóðfærið og blús/rokk rytmar.
Námskeiðið tekur fjórar vikur, ein klukkustund í senn og verður kennt á mánudögum og fimmtudögum eftir hádegi.  Fyrsti tíminn verður 19.september. Nánari tímasetning auglýst síðar. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er kr. 14.500 kr.

Námskeið fyrir lengra komna:
Kenndir verða allir venjulegir“ hljómar, breyttir hljómar og þvergrip. Farið verður ýtarlega í tóntegundaskipti og hljómaáslátt/plokk.
Námskeiðið tekur átta vikur, ein klukkustund í senn og verður kennslan á mánudögum eftir hádegi, fyrsti tími 19.september. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Um hópkennslu er að ræða, 10-15 nemendur í hóp. Námskeiðsgjald er kr. 14.500 kr.


Upplýsingar um kennarann:
Hannes Guðrúnarson starfar sem gítarkennari við Tónlistarskóla Kópavogs og sem sjálfstætt starfandi tónlistarmaður.
Hann hefur haldið fjölda námskeiða í gítarleik hjá KFUM og K, ÆSKR og sinnt stundakennslu í KHÍ.

Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 440-6250, einnig er hægt að senda tölvupóst á: ritari@vogar.is

Tónlistarskóli Stóru-Vogaskóla