Síðasti heimaleikur ársins

Síðasti heimaleikur ársins
Þróttur V, - Reynir Sandgerði  laugardaginn  16. sept kl. 14
Allir á völlinn og styðjum strákana til sigurs í baráttunni um sæti í 2. deild.
Mætum í lit félagsins og fyllum stúkuna !
Lokahóf Þróttar fer fram sama kvöld í Tjarnarsal. Allar upplýsingar inná Facebook og www.throttur.net

Þriðja deildin hefur sjaldan eða aldrei verið eins spennandiog þetta árið.
Kári frá Akranesi eru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. deild 2017. Þrjú lið eru í baráttunni um 2. sætið sem gefur sæti í 2. deild að ári.
KFG heimsækir Einherja á Vopnafirði í lokaumferðinni og Vængir heimsækja lið Berserki sem er löngu fallið. Því alveg ljóst að Þróttarar verða sigra til að halda 2. sætinu. Reynismenn hafa verið á miklu flugi að undanförnu eftir að hafa ráðið nýtt þjálfarateymi og styrkt liðið með nokkrum erlendum leikmönnum í lok júlí.
Okkar lið hefur einnig verið á miklu flugi að undanförnu og strákarnir okkar sjóðandi heitir. Við ætlum að sýna okkar allar bestu hliðar á okkar heimavelli og sýna að við eigum heima í 2. deild 2018 á laugardaginn.