Vinna við endurskoðun og undirskrift samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og félagasamtaka er nú í fullum gangi. Skrifað hefur verið undir samninga við fimm félagasamtök. Áður hefur verið minnst á að samningur við Lions var undirritaður en síðan hafa verið undirritaðir samningar við kvenfélagið Fjólu, skógræktarfélagið Skógfell, Sögu- og minjafélag Vatnsleysustrandar og Norræna félagið í Vogum.
Frjáls félagasamtök eru mikilvæg fyrir menningarlífið í sveitarfélaginu og gegna margþættu hlutverki. Öll félagasamtökin koma að einhverjum hætti að opinberum hátíðum sveitarfélagsins og má þar nefna Fjölskyldudagana í ágúst og dag félagasamtaka sem hefur verið í nóvember.