Nú stendur yfir vinna við að yfirfara og endurskoða samstarfssamninga sveitarfélagsins við hin ýmsu félagasamtök. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu í þessum mánuði. Á dögunum var sá fyrsti undirritaður og það var samningur sveitarfélagsins við Lionsklúbbinn Keili. Það náðist að gera það á fundi félagsins.
Daníel Arason menningarfulltrúi og Íris Bettý Alfreðsdóttir formaður Lionsklúbbsins Keilis undirrituðu samninginn en það vill svo skemmtilega til að þau eru bæði fæddir og uppaldir Norðfirðingar.