Samstarf við Veraldarvini í umhverfismálum

Síðustu daga hafa 11 sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina (www.wf.is) verið í Vogum og unnið ýmis umhverfisverkefni í samstarfi við Umhverfisdeildina og Vinnuskólann. Hópurinn kom hingað þann 19. júlí og fara heim næstkomandi fimmtudag. Meðal verkefna hópsins er hreinsun tjarnarinnar og fjörunnar, auk þess sem þau hafa unnið að tyrfingu á opnum svæðum.

Á vegum Veraldarvina koma til landsins um 600 sjálfboðaliðar í ár, sem vinna að 48 verkefnum um allt land. Meginverkefni Veraldarvina er að vinna að hreinsun strandlengjunnar.

Hópurinn hefur gist í Glaðheimum og notið dyggrar aðstoðar starfsfólks umhverfisdeildarinnar og Vinnuskólans, auk þess að hafa farið í skoðunarferð um Reykjanesið.