Kvenhönnuður hefði áhuga á samstarfi við vélprjónakonur fyrir verkefni sem hæfir fyrir ,,Styrkir til atvinnumála kvenna". Prjónað er í eingirni lopa mjög einföld stykki. Vinsamlegast sendið skilaboð á vos2@hi.is ef að einhver hefur áhuga.
Reglur vegna styrkveitinga
* Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum.
* Verkefnið skal fela í sér atvinnusköpun til frambúðar.
* Um nýnæmi skal vera að ræða, annaðhvort nýja vöru/þjónustu eða þróun vöru/þjónustu
* Kröfur eru gerðar um að viðskiptahugmynd sé vel útfærð, markmið skýr og leiðir að þeim vel útfærðar.
* Verkáætlun skal vera vel útfærð og raunhæf og kostnaðar og tekjuáætlun vönduð, skýr og trúverðug.
* Kröfur eru um að verkefnið skekki ekki samkeppnisstöðu á þeim markaði sem varan eða þjónustan er á.
* Hámarksstyrkur er að jafnaði kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000.
* Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (300.000), áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar - sjá nánar í umsóknareyðublaði.
* Liggi viðskiptaáætlun fyrir og og viðskiptahugmyndin sé trúverðug er hægt er að sækja um styrk til að hrinda hugmynd í framkvæmd (launastyrkur fyrir viðkomandi styrkþega)
Styrk má greiða í áföngum gegn skilum áfangaskýrslu.
* Ekki eru veittir styrkir til stærri fjárfestinga né rekstrarstyrkir.
* Vakin er athygli á því að styrkir eru skattskyldir og þarf að telja fram kostnað á móti. Kostnaður skal vera helmingi hærri en styrkupphæð nemur.