Í nýafstöðnum sæmræmdum prófum stóðu nemendur 10. bekkjar Stóru-Vogaskóla sig afskaplega vel. Í fjórum af sex prófgreinum, þ.e. ensku, stærðfræði, samfélagsfræði og náttúrufræði voru nemendur 10. bekkjar á eða yfir landsmeðaltali. Samræmd próf voru lögð fyrir nemendur 10. bekkjar í byrjun maí og höfðu þau frjálst val hvort eða hve mörg próf þau tóku. Námsmatsstofnun hefur veg og vanda af framkvæmd prófanna.