Samningur um nýtt hverfi.

Samningur um nýtt hverfi með allt að 400 íbúðum

Bæjarstjórn hefur samþykkt samning við Kristjón Benediktsson um uppbyggingu
íbúðabyggðar í svokölluðu Grænuborgarhverfi (norður af íþróttahúsinu). Gert
er ráð fyrir að rúmlega 400 íbúðir rísi á svæðinu þ.a. 233 í fyrri áfanga og
munu framkvæmdir hefjist í sumar. Fyrri áfanginn samanstendur af 53
einbýlishúsalóðum, 10 íbúðum í parhúsum, 50 íbúðum í raðhúsum, 24 íbúðum í
keðjuhúsum og 96 íbúðum í fjölbýlishúsum. Ef áform Kristjóns  ganga eftir
mun fyrri áfanginn þýða að íbúaum bæjarfélagsins fjölgi um allt að 700. 



Samningurinn er mjög hagstæður fyrir bæjarfélagið en Kristjón mun sjá um
allar framkvæmdir á svæðinu, bænum að kostnaðarlausu. Bæjarfélagið mun
eignast landið undir lóðirnar jafnóðurm og byggingaframkvæmdir hefjast. Það
þýðir að eignaaukning bæjarins nemi yfir 250 milljónum og tekjur af
lóðarleigu  um 15 milljónir á ári.  Í deiliskipulaginu er gert fyrir lóðum
undir grunnskóla og leikskóla enda verður þjónustuþátturinn að sjálfsögðu að
fylgja íbúaþróuninni. Því verður hafist handa strax í haust við undirbúning
að byggingu á nýjum leikskóla. Ekki verður þörf á að byggja nýjan grunnskóla
í þessum áfanga heldur er gert ráð fyrir  stækkun á  Stóru-Vogaskóla og er
sú vinna að fara í gang.





24 einbýlishúsalóðir til úthlutunar fyrir íbúa Voga,  á næstunni.

Við samningagerðina við Kristjón Benediktsson lögðu fulltrúar bæjarstjórnar
mikla áherslu á að fá sem flestar lóðir til úthlutunar til einstaklinga.
Niðurstaðan var sú að nær helmingur einhbýlishúsalóða í fyrri áfanga  fær
bæjarfélagið til úthlutunar. Íbúar í Vogum munu hafa forgang að þeim lóðum
og verða þær auglýstar á næstunni. Á meðfylgjandi uppdrætti eru lóðirnar
skyggðar með dökkgrænum lit.

Skipulag af svæðinu

Uppdráttur