Samið við Nesprýði um uppbyggingu íþróttavalla í Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ganga til samninga við Nesprýði um uppbyggingu tveggja knattspyrnuvalla á íþróttasvæði sveitarfélagsins. Verkið var boðið út og tilboð opnuð þann 25. maí síðastliðinn.  Fimm tilboð bárust og var ostnaðaráætlun kr. 71.085.950 kr.
Lægsta tilboð var frá Nesprýði hf. um 16% undir kostnaðaráætlun.

Áætlað er að verkið hefjist fljótlega og verklok séu í lok september.

Myndin sýnir loftmynd af íþróttasvæðinu og íþróttavöllunum tveimur.