Sagnakvöld í Flagghúsinu í Grindavík

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20-22 verður sagnakvöld í Flagghúsinu (á horni Verbrautar og Víkurbrautar), í umsjón sjf menningarmiðlunar. Sagnakvöldið er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar 2008 og er öllum opið.

Fyrstu jarðboranir í Svartsengi. Ísleifur Jónsson, verkfræðingur frá Einlandi í Grindavík segir fróðlegar og skemmtilegar sögur frá upphafi framkvæmda í Svartsengi, fyrir rúmum 30 árum síðan. Þær urðu grunnurinn að stofnun Hitaveitu Suðurnesja.

„Kvennó“. Guðveig Sigurðardóttir, fyrrum formaður kvenfélags Grindavíkur segir frá öflugri starfsemi „Kvennó“ frá upphafi. „Kvennó“ stóð m.a fyrir útiskemmtunum í Svartsengi, víkivakanámskeiðum, skógrækt og reisti félagsheimili svo fátt eitt sé nefnt. Starfsemin má segja að hafi verið undirstaða menningarstarfsemi í Grindavík.

Vegagerð í Grindavík Gunnar Mattason, verkstjóri og tækjamaður vann lengi við vegagerð í Grindavík. Hann lenti í ýmsu m.a. að stór hellir, Dollan opnaðist og blasti við honum á Gíghæðinni. Margt annað ótrúlegt gerðist við vegavinnuna sem hann mun miðla til gesta.

Á milli atriða sjá Stigamenn um sönginn. Tilvalið er að taka með sér vinkonur og vini og skella sér á sagnakvöld, njóta menningararfleiðar og kaffiveitinga  á vægu verði.
Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.

Nánari upplýsingar
Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri
gsm 6918828/ sjf@internet.is