Safnahelgi á Suðurnesjum. Ljósmyndir og ljósmyndasöfn

Safnahelgi á Suðurnesjum er orðin árlegur viðburður og verður haldin helgina 14. - 15. mars á þessu ári. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem verður kynnt rækilega þegar nær dregur. 

Hér í sveitarfélaginu ætlum við að leggja áherslu á ljósmyndir og ljósmyndasöfn hvers konar. Af því tilefni langar okkur að auglýsa eftir íbúum sem kunna að eiga áhugaverðar ljósmyndir eða safn ljósmynda  sem áhugavert væri að sýna. Hvað sem er kemur til greina og það er ekkert frekar verið að leita að stórum söfnum en smáum. Áhugasamir geta haft samband við Daníel Arason menningarfulltrúa í síma 8672921 eða á netfangið daniel@vogar.is og einnig ef menn hafa ábendingar um aðra sem eiga ljósmyndir sem áhugavert væri að sjá.