Ókeypis á öll söfn á Suðurnesjum helgina 12. - 13. mars
Hérna er hægt að sjá alla dagskránna: http://safnahelgi.is/
Dagskrá í Vogum:
Norðurkotsskóli
Kálfatjörn
Opið laugardag og sunnudag
kl.13:00 - 15:00
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar
opnar skólasafnið í Norðurkotsskóla
fyrir almenningi. Á safninu
er 144 ára skólasögu Vatnsleysustrandahrepps,
síðar Voga, gerð skil
í máli og myndum. Ýmsir munir og
ritaðar heimildir sem tengjast sögunni
prýða safnið auk íbúðar kennara
í risi.
Stóru-Vogaskóli
Bókasafnið, Tjarnargötu 2
Opið laugardag kl. 15:00 -16:30
Lestrarfélagið Baldur stendur fyrir kynningu á lokaskýrslu fornleifaskráningar
í Vogum. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur
hjá Fornleifastofnun Íslands kynnir þriðju og síðustu skýrsluna
um fornleifar í sveitarfélaginu Vogum og sýnir myndir af áhugaverðum
fornleifum og tekur þátt í umræðum. Boðið upp á kaffi
og kleinur.
Sundlaugin Vogum
Hafnargötu 17
Opið laugardag 17:00 - 24:00
Ljósmyndasýning í félagsmiðstöð: Myndir af mannlífi og
náttúru í Vogum fyrr og nú kl. 18:00-20:00
Wipeoutbraut í sundlauginni, tímataka og brjálað fjör
kl. 17:00 - 20:00.
Aqua Zumba: Kynning á þessari frábæru hreyfingu í vatni.
Tónlist og fjör kl.20:30 - 21:00.
Samflot: Leiðbeinendur aðstoða fólk og kynna verkefnið.
Lánshettur í boði. 21:30 - 22:30.
Sundlaugin opin til miðnættis. Viðeigandi tónlist leikin og allir
hvattir til að kíkja í kvöldsund.
Álfagerði
Akurgerði 25
Tónleikar sunnudag
kl. 17:00
Sellótónleikar. Steinunn
Arnbjörg Stefánsdóttir
leikur einleik
á selló og syngur
einnig. Á efnisskrá
eru gömul og ný verk
fyrir einleiksselló,
einstaklega vel skrifuð
fyrir hljóðfærið, fjölskrúðug
og ólík.