Refaveiðar

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt að ríkið muni ekki greiða sína hlutdeild í refaveiðum á árinu 2010. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að sveitarfélagið fylgi fordæmi ríkisins og hefur ákveðið að gera ekki ráð fyrir greiðslum vegna refaveiða á árinu 2010. 

Í ljósi þess mun Sveitarfélagið Vogar ekki greiða fyrir refaskott á á næsta ári. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort greitt verði fyrir veidda refi árin þar á eftir.