Eitt atriði Fjölskyldudaga þarf ekki að fella niður en það er Ratleikur. Gerður var samningur við fyrirtækið Sýsla um kaup á tveimur rafrænum ratleikjum sem nú hafa verið settir inn í smáforrit (app) og er hægt að nálgast.
Til að taka þátt er nauðsynlegt að eiga síma eða annað snjalltæki. Það þarf að hlaða niður forritinu Ratleikja appið og fara eftir leiðbeiningum þar. Nú er hægt að velja tvö svæði sem eru Akranes og Vogar. Við veljum að sjálfsögðu Vogar og þá koma upp tveir leikir. Annars vegar Ratað um Voga og hins vegar Aragerði. Ratað um Voga er stærri leikur með 15 stöðvum en Aragerði er smærri með 8 stöðvum. Þegar smellt er á annan leikinn kemur upp mynd af því sem á að finna til að byrja með og þú smellir á "Byrja leitina". Síðan heldur þú símanum uppi eins og þú sért að taka mynd og gengur af stað. Þegar þú finnur réttan stað kemur upp stjarna á skjáinn og þú smellir á hana. Þá færð þú mynd af næsta stað, gengur þangað og finnur stjörnuna, smellir á hana og svo koll af kolli. Hægt er að fá vísbendingar með hverjum stað.
Þegar leiknum er lokið kemur staðfesting um það í símann og þú getur farið og fengið ís í Versluninni Vogum með því að sýna staðfestinguna. Hægt er að fá einn ís fyrir að ljúka hvorum leik. Einnig verða gefnar þrautabækur fyrir fyrstu 50 sem ljúka leiknum. Ísinn verður í boði fyrir alla sem ljúka leiknum á föstudag, laugardag og sunnudag en leikurinn verður þó í boði miklu lengur, það eru enginn tímamörk á honum.