á föstudaginn
Það verður hart barist á Nesbyggðarvellinum í Vogum föstudaginn 17. júlí þegar meistaraflokkur Þróttar tekur á móti Rangæingum í liði KFR í 3. deildinni í knattspyrnu.
Þróttarar innbyrtu sanngjarnan 3-1 sigur í síðasta leik sínum gegn Augnabliki og eru hungraðir í að halda sigurgöngunni áfram. Sigur í leiknum við KFR þýðir að Þróttur er enn í baráttunni um sæti úrslitakeppni 3. deildar.
Leikurinn hefst kl. 20:00 á föstudaginn og eru stuðningsmenn Þróttar nær og fjær hvattir til að fjölmenna á völlinn til að hvetja sína menn til sigurs. ÁFRAM ÞRÓTTUR!