Á gamlársdag var íþróttamaður Voga fyrir árið 2016 útnefndur. Var það gert við hátíðlega athöfn í Álfagerði og voru fjórir Íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni. Það er frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins Voga sem stendur fyrir verðlaunum fyrir íþróttamann ársins.
Þeir sem tilnefndir voru eru eftirfarandi í stafrófsröð
Adam Árni Róbertsson – Knattspyrnumaður – Fæddur 1999
Emil Barja – Körfuknattsleikmaður – Fæddur 1991
Jónas Bragi Hafsteinsson – Handknattsleikmaður – Fæddur 1990
Ragnar Bjarni – Akstursíþróttamaður – Fæddur 1988
Allir tilnefndir tóku við viðurkenningu en þar sem Adam var staddur erlendis tók Marteinn Ægisson við viðurkenningu fyrir hans hönd.
Ragnar Bjarni var útnefndur íþróttamaður Voga 2016 af frístunda- og menningarnefns sveitarfélagsins. Ragnar Bjarni átti mjög gott ár og varð hann íslandsmeistari núna á árinu og varð bikarmeistari þriðja árið í röð. Ragnar var valinn annað árið í röð akstursíþróttamaður AÍFS í október síðastliðinn. Við óskum Ragnari Bjarna innilega til hamingju.
Einnig voru veitt hvatningarverðlaun til ungmenna. Íþróttamans sem er áhugasamur, með góða ástundun , sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annara ungmenna.
Þau ungmenni sem fengu hvatningarverðlaun eru eftirfarandi í stafrófsröð.
Arnar Egill Hilmarsson – Knattspyrnumaður
Dagbjört Kristinsdóttir – Dansari
Hákon Snær Þórisson – Knattspyrnumaður
Helga Sif Árnadóttir – Knattspyrnukona
Hildur Björg Sigurjónsdóttir – Knattspyrnukona
Viktor Hrafn Vignisson – Knattspyrnumaður
Óskum öllum sem viðurkenningu fengu til hamingju.