Hér er tilkynning frá HSVeitum:
Vegna viðhaldsvinnu í dreifistöð við Vogagerði í Vogum, í nótt er óhjákvæmilegt að fasteignir sem tengjast viðkomandi stöð verði án rafmagns á meðan vinnu stendur. Eigendur fasteigna á þessu svæði sem hafa skráð símanúmer (NÁNAR HÉR) fá senda tilkynningu um straumleysið með SMS (smáskilaboðum) og eins tölvupóst á skráð tölvupóstföng.
Ég mun jafnframt ganga frá tilkynningu á Facebook síðu HS Veitna ásamt því að setja tilkynningu á heimasíðuna okkar með tilheyrandi banner efst á síðu þegar rafmagnsleysi hefst og mun hann standa á meðan rafmagnsleysi stendur
Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 (miðnætti) og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 07:00 að morgni 21.10.20
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá svæðið sem verður án rafmagns