Bæjarráð samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 1. apríl 2020 eftirfarandi ráðstafanir vegna afleiðinga kórónaveirufaraldursins sem nú geisar í samfélaginu. Nú geta greiðendur fasteignagjalda (lögaðilar og einstaklingar) sótt um greiðslufrest á gjalddögum fasteignagjalda í mars og apríl. Lögaðilar skulu sýna fram á a.m.k. 25% tekjutap m.v. sama mánuð á síðasta ári. Bæjarráð samþykkti jafnframt að veita þeim einstaklingum þar sem orðið hefur forsendubrestur í tekjuöflun heimilanna kost á að sækja um greiðslufrest fyrir sömu gjalddaga. Stofnað hefur verið sérstakt netfang fyrir þessar umsóknir, þeir sem óska eftir gjaldfresti eru því beðnir um að senda beiðnir þar að lútandi á netfangið fasteignagjold@vogar.is