PMTO – einstakt tækifæri fyrir foreldra í Sveitarfélaginu Vogum

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga býður foreldrum í Sveitarfélaginu Vogum að taka þátt í PMTO hópmeðferð (PTC) í haust, þátttakendum að kostnaðarlausu. Um er að ræða 14 vikna hópmeðferð fyrir foreldra barna 7 - 14 ára, með samskipta- og hegðunarfrávik. Í PMTO styðjandi foreldrafærni er lögð áhersla á vinnu með foreldrum þar sem þeir eru mikilvægustu kennarar barna sinna. Á tímabilinu munu foreldrar öðlast aukna færni í að stuðla að jákvæðri hegðun barna og að draga úr hegðunarerfiðleikum. Lögð er sérstök áhersla á ýtarlega vinnu með verkfæri PMTO og sveigjanleika til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu. Reyndir meðferðaraðilar vinna með hópnum og foreldrar vinna með verkfærin heima á milli tíma.

Meðferðin mun eiga sér stað á miðvikudögum frá kl. 19:00- 20:30 í Sveitarfélaginu Vogum. Hún hefst miðvikudaginn 9. september nk.

Skráning fer fram í tölvupósti thelma@sandgerdi.is. Mikilvægt er að fram komi nafn og símanúmer. Ef óskað er frekari upplýsinga má einnig hafa samband við Thelmu í síma 420-7500 eða Kristínu í síma 863-7573.

Skráningar frestur er til 6. september nk.