Í dag ætlar Stuðningsfélagið Kraftur að koma í heimsókn í Álfagerði.
Félagið var stofnað rétt fyrir aldamótin og vinnur að því að aðstoða fólk á aldrinum 18 -40 sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.
Megin markmið krafst eru að styðja við ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra með jafningjastuðningi, hagsmunagæslu og öflugri fræðslu svo eitthvað sé nefnt.
Félagið aflar sér meðal annars fjár í gegnum styrki frá KÍ sem er einn helsti styrktaraðilli þeirra en einnig í gegnum framtök frá öllum sem hafa áhuga og vilja, hvort sem það er með fjárframlögum eða með því að gefa vinnu.
Nýlega byrjaði Álfagerði að halda opið hús á mánudögum og kom þar fram sterk ósk um að aðstoða kraft með því að útbúa perluð armbönd handa félaginu sem er svo selt til styrktar félagsins.
Í dag ætlar fulltrúi frá félaginu að koma til okkar með perlur og kenna okkur handtökin og vonin er að allir sem hafa tíma mæti og taki þátt en húsið opnar kl. 13: