Páll Pálsson íþróttamaður Voga 2008

Páll Pálsson var útnefndur íþróttamaður ársins í Vogum á árshátíð skólans. Páll er og hefur lengi vel verið félagi í Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Hann varð Íslandsmeistari í torfæru í götubílaflokki árið 2007 og 2008. Hann varð einnig Íslandsmeistari í sandspyrnu árið 2008.
.
Frístunda – og menningarnefnd fór yfir fjölda tilnefninga er bárust og kom það alveg bersýnilega í ljós að við getum státað okkur af fjölbreyttum og flottum hópi íþróttamanna hér í Vogum á hinum ýmsu sviðum eins og fimleikum, júdó, körfubolta, fótbolta og sundi.  En nefndin var þó öll sammála því að Páll hlyti útnefninguna íþróttamaður ársins og er hann vel að titlinum kominn.

Frístunda – og menningarnefnd óskar Páli til hamingju með titilinn og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Á mynd: Tinna Hallgrímsdóttir staðgengill frístunda- og menningarfulltrúa, Páll Pálsson íþróttamaður Voga 2008
 og Bergur Álfþórsson formaður frístunda- og menningarnefndar.