Miðvikudaginn 25. febrúar er öskudagur. Af því tilefni ætlum við að slá köttinn úr tunnunni.
Boðið verður uppá andlitsmálun í félagsmiðstöðinni milli kl. 13:30-14:30.
Fjörið hefst síðan kl 15:00 á lóð Stóru-Vogaskóla.
Nemendafélag skólans mun síðan vera með öskudagsball kl 16:00 fyrir 1.- 6. bekk.
Þar verður farið í ýmsa leiki, dansað og einnig verða veitt verðlaun fyrir frumlegasta búninginn. Það kostar 200 kr. inn á ballið.
Frístunda – og menningarnefnd og
Nemendafélag Stóru-Vogaskóla