Mikil gleði var á Öskudaginn í Vogum. Félagsmiðstöðin Boran og 10. bekkingar stóðu fyrir Öskudagsgleði í íþróttamiðstöðinni. Fyrst var boðið upp á andlitsmálningu frá kl. 13:30 en síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni kl. 15:30. Að því búnu hófst heljarinnar stuð þar sem boðið var upp á risarennibraut, hoppukastala, risarólu og 10. bekkingar voru með sjoppu. Allir skemmtu sér konunglega við dúndrandi tónlist til kl. 18:00 en þá lauk dagskránni. Krakkarnir í 10. bekk stóðu sig með stakri prýði og unnu sem einn maður allan daginn. Vonandi verður áframhald á slíkri Öskudagsskemmtun að ári.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í íþróttamiðstöðinni á Öskudaginn og fleiri myndir má sjá hér.