Á dögunum komu þeir Hafliði Jónsson og Vogabúinn Friðrik Valdimar Árnason frá Orkusölunni og færðu sveitarfélaginu hleðslustöð fyrir rafbíla að gjöf. Með þessu framtaki vill Orkusalan auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar í nærsamfélaginu. Hleðslutækið er 22kW sterkbyggt tæki, og verður því á næstunni komið upp við íþróttamiðstöðina.
Sveitarfélagið Vogar færir Orkusölunni alúðarþakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Friðrik Valdimar Árnason frá Orkusölunni afhendir Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra hleðslustöðina.