Orðsending vegna framkvæmda í Hofgerði

 Á NÆSTUNNI HEFJAST FRAMKVÆMDIR VIÐ ENDURGERÐ GÖTUNNAR OG GERIR VERKTAKI RÁÐ FYRIR AÐ HEFJA FRAMKVÆMDIR Í 2. VIKU JÚLÍMÁNAÐAR.
UM ER AÐ RÆÐA UPPGRÖFT OG JARÐVEGSSKIPTI ÁSAMT ÞVÍ AÐ VATNS- OG FRÁVEITULAGNIR VERÐA ENDURNÝJAR, GATAN MALBIKUÐ OG GERÐ HELLULÖGÐ GANGSTÉTT. SAMHLIÐA MUNU VEITUFYRIRTÆKI ENDURNÝJA OG LEGGJA LAGNIR.
ÓHJÁKVÆMILEGA HAFA FRAMKVÆMDIRNAR Í FÖR MEÐ SÉR NOKKRA RÖSKUN OG TRUFLUN FYRIR ÍBÚA MEÐAN Á ÞEIM STENDUR. REYNT VERÐUR EFTIR FÖNGUM AÐ HAGA FRAMKVÆMDUM ÞANNIG AÐ ÓÞÆGINDI VERÐI SEM MINNST.
UM LEIÐ OG BEÐIST ER VELVIRÐINGAR AF ÞVÍ ÓNÆÐI SEM AF ÞESSU HLÝST ER ÓSKAÐ EFTIR ÞVÍ AÐ ÍBÚAR OG AÐRIR SÝNI BIÐLUND OG TAKI TILLIT TIL FRAMKVÆMDANNA OG ÞEIRRAR UMFERÐASTÝRINGAR OG LOKANNA SEM ÞEIM FYLGIR.
VERKLOK ERU ÁÆTLUÐ EIGI SÍÐAR EN 30. SEPTEMBER NK.
Sveitarfélagið Vogar