Opinn fundur um handverk og hönnun þann 17. febrúar

Menningarráð Suðurnesja stendur fyrir opnum fundi
um handverk og hönnun.


Allir áhugasamir á Suðurnesjum um handverk, hönnun, listiðnað og minjagripagerð eru boðnir velkomnir á fundinn.
Gestur fundarins er Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

Fyrirlestur Sunnevu mun m.a. fjalla um:
Skilgreiningar í handverki, hönnun og listiðnaði.
Verðlagningu á handverki og listiðnaði og gæðamat.
Minjagripir – hvað er góður minjagripur.
Auk þess mun Sunneva kynna starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR.
Eftir fyrirlesturinn gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna.

Boðið verður uppá rjúkandi heitt kaffi. 

Vakin er athygli á að í framhaldinu mun Sunneva koma aftur til Suðurnesja og þá verður hún með einkafundi fyrir þá sem vilja leita ráða hjá henni varðandi handverk eða minjagripagerð.

Fundurinn verður haldinn í Bíósal Duushúsa þann 17. febrúar og hefst kl. 17.30.

Frekari upplýsingar veita menningarfulltrúar sveitarfélaganna
og verkefnastjóri Menningarráðs Suðurnesja s. 420-3288