Knattspyrnudeild Þróttar bauð öllum stelpum 13. ára og eldri á fyrirlestur hjá Ólínu Viðarsdóttur á dögunum. Ólína á glæstan feril að baki. Hefur spilað með Íslandi á tveimur stórmótum, einnig hefur hún orðið Íslands og bikarmeistari. Ekki má gleyma Chelsea ævintýrinu þar sem hún lauk glæstum atvinnumannaferli sínum.
Ólína Viðarsdóttir hitti stúlkur í 4. og 5. flokk kvenna auk stelpna sem æfa fótbolta annarstaðar en búa í sveitarfélaginu. Ólína fór yfir þau atriði sem hún telur að séu lykillinn að árangri fyrir stelpur sem vilja ná lengra í fótbolta.
Dagskrá:
•Andlegur undirbúningur og sjálfstraust.
•Líkamlegt form og lykilatriði fyrir hverja stöðu á vellinum.
•Liðsheild og gleði.
Fyrirlesturinn var uppbyggilegur, skemmtilegur og fræðandi og á að opna augu stelpna fyrir þeim endalausu tækifærum sem fylgja því að vera í fótbolta.