Ókeypis fjármálanámskeið

Neytendasamtökin  í samstarfi við Sveitarfélagið Voga halda námskeið um fjármál og heimilisbókhald fyrir almenning í Vogum

Haldið verður námskeið í Tjarnarsal um fjármál heimila og einstaklinga endurgjaldslaust fyrir íbúa.  Námskeiðin eru haldin á vegum Neytendasamtakanna í samstarfi við Sveitarfélagið Voga.
Á námskeiðinu verður farið í helstu þætti sem skipta máli í rekstri heimilanna, hvernig hægt er að skipuleggja, hagræða  og fá góða yfirsýn yfir fjármálin til þess að ná góðum árangri.
Kynnt verður mikilvægi þess að halda heimilisbókhald og einföld leið til þess að færa reglulega bókhald og vinna með sín fjármál.  Jafnframt verður farið almennt yfir fjármál fjölskyldunnar og gefin heilræði um þau.

Hagræðing í heimilishaldi og góð yfirsýn í fjármálum.
 
Námskeið verður haldið miðvikudaginn 18.febrúar kl. 17.30–19.30 í Tjarnarsal við Stóru- Vogaskóla.

Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig – hámark 25 manns á námskeið.
Nánari upplýsingar og skráning á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Voga í síma  440-6200