Ofbeldismál meðal ungmenna - hvað getum við gert?
03. september 2024
Nú reynir á okkur sem aldrei fyrr og er mikilvægt að vakandi og vera til staðar fyrir ungmennin og leiðbeina þeim.
Mjög góðar upplýsingar hafa verið teknar saman af 112 um ofbeldismál meðal unglinga sem við hvetjum öll til þess að lesa.
https://www.112.is/ofbeldi-gegn-bornum
Einnig hafa þau tekið saman upplýsingar fyrir unglingana um ofbeldi og hvað hægt er að gera og hvert er hægt að leita eftir hjálp.
https://www.112.is/unglingar-fraedsla
Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa bak við eyrað til þess að samtal gangi vel og að barnið upplifi samtalið ekki óþægilegt og/eða að verið er að ásaka það.
- Búið til þægilegt andrúmsloft, föstudagspizza/ísbíltúr og slökun.
- Opnið á umræðuna með að spyrja hvort barnið hafi orðið vitni að einhverju eða viti af einhverjum sem hefur borið á sér hníf.
- Spyrja barnið hvernig því líður með þetta allt saman, fréttaflutning og orðróminn.
- Hlustið af virðingu á frásögn og upplifun barnanna/ungmennanna .
- Hlustið án þess að þrýsta á þau til að segja frá meiru en þau treysta sér til hverju sinni.
- Hvetja barnið til að láta ykkur vita ef það veit af einhverjum í vanlíðan eða vanda.
- Segja barninu afhverju það er mikilvægt að segja frá. Hnífastærðin skiptir ekki máli, það er ekki í boði að bera sér hvers kyns hnífa á sér.
- 15 ára börn eru sakhæf og afleiðingar þess að bera á sér dóm út lífið eru miklar.
- Vopnaburður á almannafæri er bannaður skv. 30. gr. vopnalaga. Brot geta varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum.
- Eitt högg/spark í líkamann getur eyðilagt líf. Líf gerandans verður aldrei hið sama heldur.
Munum svo að við erum öll skyldug til að tilkynna það ef við teljum barn í einhverskonar hættu og hægt er að hringja í 112 til þess.
Það þarf þorp til að ala upp barn.
|
|