Nýtt vatnsból Hitaveitu Suðurnesja fyrir Voga var formlega tekið í notkun sl. fimmtudag, 10. apríl. Einnig var ný dælustöð fyrir vatnsveituna tekin í notkun.
Hið nýja vatnsból sveitarfélagsins er mikið framfaraskref fyrir Sveitarfélagið Voga. Annars vegar vegna þess að gamla vatnsbólið er inni á nýju miðbæjarssvæði sem fyrirhugað er að reisa. Hinsvegar vegna þess að gæði vatns úr nýja vatnsbólinu eru meiri en úr því gamla.
Einar Sindri Einarsson og Sóley Ósk Hafsteinsdóttir nemendur í 6. bekk Stóru- Vogaskóla skrúfuðu frá krananum og hleyptu vatni á lögnina.
Mynd. Ellert Grétarsson, www.vf.is