Fyrsti fundur Ungmennaráðs Voga var haldinn mánudaginn 21.nóvember 2022 á skrifstofu Sveitarfélagsins. Þar komu saman sjö ungmenni, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa Sveitarfélagsins og formanni Ungmennafélagsins Þróttar. Á fundinum var skipað í stjórn, Alexandra Líf Ingþórsdóttir var skipaður formaður, Viktor Snær Davíðsson varaformaður og Júlía Teresa Radwanska ritari. Rætt var um starfsemi ráðsins og hugmyndir um verkefni á næstu misserum. Til dæmis var rætt um lýsingu og sorpmál, háhraðanet, skólalóðina, kjötlausan möguleika í mötuneyti skólans og aðstöðu og/eða vettvang fyrir ungmenni í Vogum.
Fyrsta verkefni ráðsins er að halda ungmennakvöld annað kvöld, fimmmtudaginn 24. nóvember. Er ætlunin að halda HM kvöld í Félagsmiðstöðinni Borunni og að sjálfsögðu eru öll ungmenni velkomin.