Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð nýs götu- og upplýsingakorts um sveitarfélagið. Kortið verður sett í skiltið við áningarstaðinn við innkomuna í Voga. Auk þess er ráðgert að setja sambærilegt kort við mislægu gatnamótin við Vatnsleysu.
Markmiðið er að kortið gefi gestum okkar glögga mynd af sveitarfélaginu, þannig að þeir geti ratað á áfangastað eða fundið þá þjónustu sem þeir leita. Að sama skapi er skiltinu ætlað að vekja athygli á áhugaverðum stöðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd og bæjarráð hafa fjallað um kortið, en nú gefst íbúum tækifæri til að koma ábendingum á framfæri áður en kortið fer í endanlega prentun. Ábendingar sendist á skrifstofa@vogar.is
Kortið má skoða hér