Ungmennafélagið Þróttur mun standa fyrir nytjamarkaði þegar starfið hefst á ný í september.
Nytjamarkaðurinn verður haldinn í Borunni, Hafnargötu 17, laugardag og sunnudag 19. - 20. september kl. 11.00-17.00.
Tilgangurinn er að foreldrar geta keypt/selt notaðan íþróttavarning og þannig haldið kostnað niðri á þessum tímum.
Nú hefur verið opnuð heimasíða þar sem hægt er að forskrá vörur á nytjamarkaðinn, en það flýtir fyrir allri vinnu.
Skráning hér er ekki skuldbindandi - það er ekkert mál að hætta við - bara ekki koma með vöruna til sölu.
Hægt er að skrá margar vörur - vinsamlegast fylla út öll svæði.
Skrá vöru(r):
http://markadur.throttur.net Þróttur tekur vægt gjald fyrir að annast markaðinn og rennur hann óskiptur til eflingar starfinu hjá Þrótti.