Nýsköpunarkeppni grunnskóla- Mikil hugmyndaauðgi í Stóru- Vogaskóla

Nemendur Stóru-Vogaskóla tóku þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2008 og sendu inn 190 tillögur. Veður það að teljast mjög gott frá skóla sem í eru um 220 nemendur. Alls bárust um 3600 tillögur frá öllum grunnskólum á landinu og voru 50 nemendur valdir úr til að mæta í vinnusmiðju um miðjan september s.l. til að útfæra sína hugmynd nánar.

Þórarinn Birgisson í 8. bekk Stóru-Vogaskóla var einn af þeim. Sunnudaginn 28. september s.l. var síðan haldið hóf í húsi Marels í Garðabæ þar sem allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal, fjórtán þeirra voru verðlaunuð enn frekar og opnuð var sýning á verkum þeirra.

Tillaga Þórarins var um hnífapör með haki sem svo að þau renni ekki ofaní matinn. Þjórsáraskóli fékk sérstök verðlaun sem sá skóli sem sendi inn flestar hugmyndir en þar eru 57 nemendur sem sendu inn 61 hugmynd. Nemendur Stóru- Vogaskóla voru í 2. sæti yfir hlutfallslega þátttöku í keppninni með 190 hugmyndir frá 220 nemendum. Því má með sanni segja að nemendur Stóru- Vogaskóla búi yfir mikilli hugmyndaauðgi.

Er Þórarni hér með óskað til hamingju með sinn góða árangur.

Myndatexti: Svava Bogadóttir skólastjóri, Þórarinn Birgisson og Steinar Pétursson kennari.