Tinna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri hjá Ungmennafélaginu Þrótti og mun hún hefja störf í byrjun ágúst.
Starfshlutfall framkvæmdastjóra hefur hingað til verið 30% en hefur nú með nýrri ráðningu verið aukið og verður eftirleiðis 50% starf.
Viðvera á skrifstofu verður meiri en hefur verið áður og er ætlunin að efla starfið til muna.
Tinna er með BA- gráðu frá Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræðum og hefur mikla reynslu af starfi með ungu fólki og þekkja hana flestir sem hafa komið í félagsmiðstöðina okkar hér í Vogunum, enda hefur hún starfað lengi þar.
Tinna er auk þess heimamaður og bindir stjórn UMFÞ miklar vonir við hennar störf í framtíðinni.